Minna á fimm manna regluna á norðanverðum Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 13:38 Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/Samúel Karl Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent