Sportpakkinn: Valur felldi HK, ÍR gerði góða ferð til Eyja og Fram heldur í vonina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 16:15 Daníel Freyr Andrésson varði vel gegn HK og skoraði auk þess tvö mörk. vísir/bára Valsmenn stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla með sigri á HK, 33-26, í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í 20. umferð deildarinnar í gær. Arnar Björnsson fór yfir þá. Valur heldur traustataki í 1. sætið eftir sigur á HK, 33-26. HK hélt í við Val í fyrri hálfleik, jafnaði metin í 12-12 en Valur skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. HK jafnaði í 15-15 í byrjun seinni hálfleiks en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og vann að lokum sjö marka sigur. Daníel Freyr Andrésson var góður í marki Vals og skoraði að auki tvö mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk og þeir Arnór Snær Óskarsson og Róbert Aron Hostert fimm mörk hvor. Blær Hinriksson og Kristján Ottó Hjálmsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk. Með tapinu er endanlega ljóst að HK er fallið úr Olís-deildinni. Afturelding gat komist í 2. sætið í sólarhring að minnsta kosti og náði snemma þriggja marka forystu gegn botnliði Fjölnis. Gestirnir jöfnuðu metin í 9-9 þegar skammt var til leikhlés en Mosfellingar voru með eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Þá forystu geta þeir þakkað Arnóri Frey Stefánssyni sem var frábær í markinu. Afturelding hafði undirtökin í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-21. Arnór Freyr varði rúmlega 20 skot í markinu og Guðmundur Árni Ólafsson skilaði sínu, skoraði tíu mörk. Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með fimm mörk. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV voru ólseigir gegn ÍR í Eyjum í gærkvöldi og voru komnir með átta marka forystu þegar fyrri hálfleik var að ljúka, staðan 20-12. Hákon Daði Styrmisson fór fyrir liði ÍBV og skoraði sex mörk á fyrstu 14 mínútunum. ÍR skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleiknum. ÍBV var áfram skrefi á undan en eftir fjögur mörk ÍR í röð var staðan jöfn 26-26 þegar tíu mínútur voru eftir. Jafnt var á næstu tölum Þrándur Gíslason Roth jafnaði metin í 27-27. Hann reyndist Eyjamönnum erfiður þetta var fimmta mark hans á skömmum tíma í hálfleiknum. Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir, hann skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði sjö, öll í fyrri hálfleik. Spennan var mikil og Sveinn Andri Sveinsson braust í gegn og jafnaði metin í 28-28 og fiskaði í leiðinni Arnór Viðarsson af velli, þriðja brottvísunin á Eyjamanninn og þar með hafði hann lokið leik þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið nýttu ekki næstu sóknir sínar, Elliði Snær Viðarsson vann boltann af ÍR-ingum og Thedór Sigurbjörnsson brunaði fram og kom Eyjamönnum yfir, 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Björgvin Hólmgeirsson var fljótur að jafna metin, skoraði sjötta mark sitt með glæsilegu gegnum broti. Markið var dýrt fyrir Eyjamenn því Róbert Sigurðsson var rekinn útaf. ÍR-ingar börðust eins og ljón í vörninni og Theódór skaut framhjá. ÍR-ingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Kristján Orri Jóhannsson fór innúr hægra horninu þegar tvær mínútur voru eftir og skoraði 30. mark ÍR. ÍR-ingar voru komnir með forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Hann skoraði sex mörk fyrir ÍR líkt og Björgvin og Þrándur. Eyjamenn nýttu ekki tækifærið til að jafna og Sveinn Andri skoraði síðasta markið í lokin og ÍR vann 29-31. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR-ingar eru ofar á stigatöflunni. Breiðhyltingar unnu báða leiki liðanna í deildinni. Stjarnan gat farið langt með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Fram. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leikinn. Fram skoraði tvö fyrstu mörkin og var með forystuna framan af en Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik. Munurinn varð aldrei mikill, liðin skiptust á um að hafa forystu en Fram var yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá Fram, skoraði átta mörk og hann kom Fram í 22-21. Fram vann boltann og tók leikhlé en náðu í kjölfarið ekki tveggja marka forystu, Brynjar Darri Baldursson varði og Tandri Már Konráðsson jafnaði metin með áttunda marki sínu. Staðan var 22-22 þegar tvær mínútur voru eftir. Aron Gauti Óskarsson skoraði markið sem réði úrslitum. Fram vann 23-22 og er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni í harðri baráttu um 8. sætið í deildinni. Fram á eftir að spila við tvö af liðunum sem eru í toppbaráttunni, Selfyssingum heima og gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferðinni. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: ÍR-ingar gerðu góða ferð til Eyja Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Valsmenn stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla með sigri á HK, 33-26, í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í 20. umferð deildarinnar í gær. Arnar Björnsson fór yfir þá. Valur heldur traustataki í 1. sætið eftir sigur á HK, 33-26. HK hélt í við Val í fyrri hálfleik, jafnaði metin í 12-12 en Valur skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. HK jafnaði í 15-15 í byrjun seinni hálfleiks en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og vann að lokum sjö marka sigur. Daníel Freyr Andrésson var góður í marki Vals og skoraði að auki tvö mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk og þeir Arnór Snær Óskarsson og Róbert Aron Hostert fimm mörk hvor. Blær Hinriksson og Kristján Ottó Hjálmsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk. Með tapinu er endanlega ljóst að HK er fallið úr Olís-deildinni. Afturelding gat komist í 2. sætið í sólarhring að minnsta kosti og náði snemma þriggja marka forystu gegn botnliði Fjölnis. Gestirnir jöfnuðu metin í 9-9 þegar skammt var til leikhlés en Mosfellingar voru með eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Þá forystu geta þeir þakkað Arnóri Frey Stefánssyni sem var frábær í markinu. Afturelding hafði undirtökin í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-21. Arnór Freyr varði rúmlega 20 skot í markinu og Guðmundur Árni Ólafsson skilaði sínu, skoraði tíu mörk. Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með fimm mörk. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV voru ólseigir gegn ÍR í Eyjum í gærkvöldi og voru komnir með átta marka forystu þegar fyrri hálfleik var að ljúka, staðan 20-12. Hákon Daði Styrmisson fór fyrir liði ÍBV og skoraði sex mörk á fyrstu 14 mínútunum. ÍR skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleiknum. ÍBV var áfram skrefi á undan en eftir fjögur mörk ÍR í röð var staðan jöfn 26-26 þegar tíu mínútur voru eftir. Jafnt var á næstu tölum Þrándur Gíslason Roth jafnaði metin í 27-27. Hann reyndist Eyjamönnum erfiður þetta var fimmta mark hans á skömmum tíma í hálfleiknum. Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir, hann skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði sjö, öll í fyrri hálfleik. Spennan var mikil og Sveinn Andri Sveinsson braust í gegn og jafnaði metin í 28-28 og fiskaði í leiðinni Arnór Viðarsson af velli, þriðja brottvísunin á Eyjamanninn og þar með hafði hann lokið leik þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið nýttu ekki næstu sóknir sínar, Elliði Snær Viðarsson vann boltann af ÍR-ingum og Thedór Sigurbjörnsson brunaði fram og kom Eyjamönnum yfir, 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Björgvin Hólmgeirsson var fljótur að jafna metin, skoraði sjötta mark sitt með glæsilegu gegnum broti. Markið var dýrt fyrir Eyjamenn því Róbert Sigurðsson var rekinn útaf. ÍR-ingar börðust eins og ljón í vörninni og Theódór skaut framhjá. ÍR-ingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Kristján Orri Jóhannsson fór innúr hægra horninu þegar tvær mínútur voru eftir og skoraði 30. mark ÍR. ÍR-ingar voru komnir með forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Hann skoraði sex mörk fyrir ÍR líkt og Björgvin og Þrándur. Eyjamenn nýttu ekki tækifærið til að jafna og Sveinn Andri skoraði síðasta markið í lokin og ÍR vann 29-31. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR-ingar eru ofar á stigatöflunni. Breiðhyltingar unnu báða leiki liðanna í deildinni. Stjarnan gat farið langt með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Fram. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leikinn. Fram skoraði tvö fyrstu mörkin og var með forystuna framan af en Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik. Munurinn varð aldrei mikill, liðin skiptust á um að hafa forystu en Fram var yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá Fram, skoraði átta mörk og hann kom Fram í 22-21. Fram vann boltann og tók leikhlé en náðu í kjölfarið ekki tveggja marka forystu, Brynjar Darri Baldursson varði og Tandri Már Konráðsson jafnaði metin með áttunda marki sínu. Staðan var 22-22 þegar tvær mínútur voru eftir. Aron Gauti Óskarsson skoraði markið sem réði úrslitum. Fram vann 23-22 og er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni í harðri baráttu um 8. sætið í deildinni. Fram á eftir að spila við tvö af liðunum sem eru í toppbaráttunni, Selfyssingum heima og gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferðinni. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: ÍR-ingar gerðu góða ferð til Eyja
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00