Sportpakkinn: Valur felldi HK, ÍR gerði góða ferð til Eyja og Fram heldur í vonina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 16:15 Daníel Freyr Andrésson varði vel gegn HK og skoraði auk þess tvö mörk. vísir/bára Valsmenn stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla með sigri á HK, 33-26, í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í 20. umferð deildarinnar í gær. Arnar Björnsson fór yfir þá. Valur heldur traustataki í 1. sætið eftir sigur á HK, 33-26. HK hélt í við Val í fyrri hálfleik, jafnaði metin í 12-12 en Valur skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. HK jafnaði í 15-15 í byrjun seinni hálfleiks en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og vann að lokum sjö marka sigur. Daníel Freyr Andrésson var góður í marki Vals og skoraði að auki tvö mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk og þeir Arnór Snær Óskarsson og Róbert Aron Hostert fimm mörk hvor. Blær Hinriksson og Kristján Ottó Hjálmsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk. Með tapinu er endanlega ljóst að HK er fallið úr Olís-deildinni. Afturelding gat komist í 2. sætið í sólarhring að minnsta kosti og náði snemma þriggja marka forystu gegn botnliði Fjölnis. Gestirnir jöfnuðu metin í 9-9 þegar skammt var til leikhlés en Mosfellingar voru með eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Þá forystu geta þeir þakkað Arnóri Frey Stefánssyni sem var frábær í markinu. Afturelding hafði undirtökin í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-21. Arnór Freyr varði rúmlega 20 skot í markinu og Guðmundur Árni Ólafsson skilaði sínu, skoraði tíu mörk. Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með fimm mörk. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV voru ólseigir gegn ÍR í Eyjum í gærkvöldi og voru komnir með átta marka forystu þegar fyrri hálfleik var að ljúka, staðan 20-12. Hákon Daði Styrmisson fór fyrir liði ÍBV og skoraði sex mörk á fyrstu 14 mínútunum. ÍR skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleiknum. ÍBV var áfram skrefi á undan en eftir fjögur mörk ÍR í röð var staðan jöfn 26-26 þegar tíu mínútur voru eftir. Jafnt var á næstu tölum Þrándur Gíslason Roth jafnaði metin í 27-27. Hann reyndist Eyjamönnum erfiður þetta var fimmta mark hans á skömmum tíma í hálfleiknum. Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir, hann skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði sjö, öll í fyrri hálfleik. Spennan var mikil og Sveinn Andri Sveinsson braust í gegn og jafnaði metin í 28-28 og fiskaði í leiðinni Arnór Viðarsson af velli, þriðja brottvísunin á Eyjamanninn og þar með hafði hann lokið leik þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið nýttu ekki næstu sóknir sínar, Elliði Snær Viðarsson vann boltann af ÍR-ingum og Thedór Sigurbjörnsson brunaði fram og kom Eyjamönnum yfir, 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Björgvin Hólmgeirsson var fljótur að jafna metin, skoraði sjötta mark sitt með glæsilegu gegnum broti. Markið var dýrt fyrir Eyjamenn því Róbert Sigurðsson var rekinn útaf. ÍR-ingar börðust eins og ljón í vörninni og Theódór skaut framhjá. ÍR-ingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Kristján Orri Jóhannsson fór innúr hægra horninu þegar tvær mínútur voru eftir og skoraði 30. mark ÍR. ÍR-ingar voru komnir með forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Hann skoraði sex mörk fyrir ÍR líkt og Björgvin og Þrándur. Eyjamenn nýttu ekki tækifærið til að jafna og Sveinn Andri skoraði síðasta markið í lokin og ÍR vann 29-31. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR-ingar eru ofar á stigatöflunni. Breiðhyltingar unnu báða leiki liðanna í deildinni. Stjarnan gat farið langt með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Fram. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leikinn. Fram skoraði tvö fyrstu mörkin og var með forystuna framan af en Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik. Munurinn varð aldrei mikill, liðin skiptust á um að hafa forystu en Fram var yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá Fram, skoraði átta mörk og hann kom Fram í 22-21. Fram vann boltann og tók leikhlé en náðu í kjölfarið ekki tveggja marka forystu, Brynjar Darri Baldursson varði og Tandri Már Konráðsson jafnaði metin með áttunda marki sínu. Staðan var 22-22 þegar tvær mínútur voru eftir. Aron Gauti Óskarsson skoraði markið sem réði úrslitum. Fram vann 23-22 og er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni í harðri baráttu um 8. sætið í deildinni. Fram á eftir að spila við tvö af liðunum sem eru í toppbaráttunni, Selfyssingum heima og gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferðinni. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: ÍR-ingar gerðu góða ferð til Eyja Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Valsmenn stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla með sigri á HK, 33-26, í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í 20. umferð deildarinnar í gær. Arnar Björnsson fór yfir þá. Valur heldur traustataki í 1. sætið eftir sigur á HK, 33-26. HK hélt í við Val í fyrri hálfleik, jafnaði metin í 12-12 en Valur skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. HK jafnaði í 15-15 í byrjun seinni hálfleiks en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og vann að lokum sjö marka sigur. Daníel Freyr Andrésson var góður í marki Vals og skoraði að auki tvö mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk og þeir Arnór Snær Óskarsson og Róbert Aron Hostert fimm mörk hvor. Blær Hinriksson og Kristján Ottó Hjálmsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk. Með tapinu er endanlega ljóst að HK er fallið úr Olís-deildinni. Afturelding gat komist í 2. sætið í sólarhring að minnsta kosti og náði snemma þriggja marka forystu gegn botnliði Fjölnis. Gestirnir jöfnuðu metin í 9-9 þegar skammt var til leikhlés en Mosfellingar voru með eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Þá forystu geta þeir þakkað Arnóri Frey Stefánssyni sem var frábær í markinu. Afturelding hafði undirtökin í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-21. Arnór Freyr varði rúmlega 20 skot í markinu og Guðmundur Árni Ólafsson skilaði sínu, skoraði tíu mörk. Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með fimm mörk. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV voru ólseigir gegn ÍR í Eyjum í gærkvöldi og voru komnir með átta marka forystu þegar fyrri hálfleik var að ljúka, staðan 20-12. Hákon Daði Styrmisson fór fyrir liði ÍBV og skoraði sex mörk á fyrstu 14 mínútunum. ÍR skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleiknum. ÍBV var áfram skrefi á undan en eftir fjögur mörk ÍR í röð var staðan jöfn 26-26 þegar tíu mínútur voru eftir. Jafnt var á næstu tölum Þrándur Gíslason Roth jafnaði metin í 27-27. Hann reyndist Eyjamönnum erfiður þetta var fimmta mark hans á skömmum tíma í hálfleiknum. Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir, hann skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði sjö, öll í fyrri hálfleik. Spennan var mikil og Sveinn Andri Sveinsson braust í gegn og jafnaði metin í 28-28 og fiskaði í leiðinni Arnór Viðarsson af velli, þriðja brottvísunin á Eyjamanninn og þar með hafði hann lokið leik þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið nýttu ekki næstu sóknir sínar, Elliði Snær Viðarsson vann boltann af ÍR-ingum og Thedór Sigurbjörnsson brunaði fram og kom Eyjamönnum yfir, 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Björgvin Hólmgeirsson var fljótur að jafna metin, skoraði sjötta mark sitt með glæsilegu gegnum broti. Markið var dýrt fyrir Eyjamenn því Róbert Sigurðsson var rekinn útaf. ÍR-ingar börðust eins og ljón í vörninni og Theódór skaut framhjá. ÍR-ingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Kristján Orri Jóhannsson fór innúr hægra horninu þegar tvær mínútur voru eftir og skoraði 30. mark ÍR. ÍR-ingar voru komnir með forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Hann skoraði sex mörk fyrir ÍR líkt og Björgvin og Þrándur. Eyjamenn nýttu ekki tækifærið til að jafna og Sveinn Andri skoraði síðasta markið í lokin og ÍR vann 29-31. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR-ingar eru ofar á stigatöflunni. Breiðhyltingar unnu báða leiki liðanna í deildinni. Stjarnan gat farið langt með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Fram. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leikinn. Fram skoraði tvö fyrstu mörkin og var með forystuna framan af en Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik. Munurinn varð aldrei mikill, liðin skiptust á um að hafa forystu en Fram var yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá Fram, skoraði átta mörk og hann kom Fram í 22-21. Fram vann boltann og tók leikhlé en náðu í kjölfarið ekki tveggja marka forystu, Brynjar Darri Baldursson varði og Tandri Már Konráðsson jafnaði metin með áttunda marki sínu. Staðan var 22-22 þegar tvær mínútur voru eftir. Aron Gauti Óskarsson skoraði markið sem réði úrslitum. Fram vann 23-22 og er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni í harðri baráttu um 8. sætið í deildinni. Fram á eftir að spila við tvö af liðunum sem eru í toppbaráttunni, Selfyssingum heima og gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferðinni. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: ÍR-ingar gerðu góða ferð til Eyja
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00