Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2020 19:00 Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30