Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2020 19:00 Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent