Að velja það besta Þórir Garðarsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun