Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Ólafur Hauksson skrifar 22. maí 2020 09:30 Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar