„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 17:00 Zoran Miljkovic og Arnar spiluðu saman á Skaganum og unnu þar titla saman. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira