Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira
Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira