Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:00 Horft er til miðborgarinnar fyrir opnun neyslurýmis. Málið er þó á byrjunarstigi og húsnæði hefur ekki verið fundið Vísir/vilhelm Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg. Reykjavík Fíkn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg.
Reykjavík Fíkn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent