Myndsímtöl verða ekki leyfð á kvennadeild: „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun“ Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 11:20 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, segir að því miður verði ekki hægt að leyfa myndsímtöl úr sónarskoðunum. Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun. Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun.
Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent