Ólafur Ragnar hnýtir í Carl Bildt fyrir að gleyma Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 10:19 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent