Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2020 09:11 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolsky Rússneska þingið hefur samþykkt stjórnarskrárbreytingar sem gætu leitt til að Vladimír Pútín forseti yrði við völd allt til ársins 2036. Stjórnlagadómstóll landsins á enn eftir að gefa grænt ljós en fari það svo að dómstóllinn leggi blessun sína yfir málið er gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið 22. apríl næstkomandi. Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. Takmarkanir á valdatíð forseta væru þá áfram tvö kjörtímabil, en myndu ekki eiga við hinn 67 ára Pútín eftir gildistöku. Pútín gæti því setið tvö sex ára kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabil rynni sitt skeið á enda. Pútín hefur gegnt embætti forseta frá síðasta degi ársins 1999. Hann gegndi þó embætti forsætisráðherra á árunum 2008 til 2012. 383 þingmenn greiddu atkvæði með breytingunum, 43 sátu hjá og 24 voru ekki viðstaddir. Enginn greiddi atkvæði gegn breytingunum. Rússland Tengdar fréttir Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Rússneska þingið hefur samþykkt stjórnarskrárbreytingar sem gætu leitt til að Vladimír Pútín forseti yrði við völd allt til ársins 2036. Stjórnlagadómstóll landsins á enn eftir að gefa grænt ljós en fari það svo að dómstóllinn leggi blessun sína yfir málið er gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið 22. apríl næstkomandi. Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. Takmarkanir á valdatíð forseta væru þá áfram tvö kjörtímabil, en myndu ekki eiga við hinn 67 ára Pútín eftir gildistöku. Pútín gæti því setið tvö sex ára kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabil rynni sitt skeið á enda. Pútín hefur gegnt embætti forseta frá síðasta degi ársins 1999. Hann gegndi þó embætti forsætisráðherra á árunum 2008 til 2012. 383 þingmenn greiddu atkvæði með breytingunum, 43 sátu hjá og 24 voru ekki viðstaddir. Enginn greiddi atkvæði gegn breytingunum.
Rússland Tengdar fréttir Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20