Streituvaldandi draumaferðir og besta leiðin til þess að komast hjá þeim Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 20. maí 2020 16:30 Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar