Mikilvægt að ræða veiruna við börn: „Engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 14:31 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00