Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 13:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseta virðir fyrir sér fána frá sovéttímanum með andlitum Vladímírs Lenín og Jósefs Stalín. Enginn hefur ríkt lengur í Rússland en Pútín frá því að Stalín lést árið 1953. AP/Alexei Nikolsky/Spútnik Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl. Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl.
Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15