Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2020 20:13 Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes. Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes.
Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira