Kári og Alexandra fórnarlömb dularfulls og grófs stafræns ofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 11:08 Kári ritar áhrifaríkan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann lýsir stafrænu ofbeldi sem hann og kærasta hans Alexandra hafa mátt sæta en óprúttinn aðili hefur stolið myndum af Alexöndru og notað á falskan reikning þar sem hún er sögð vændiskona. Kári Viðarsson leikari og athafnamaður, eigandi leikhússins Frystiklefans á Rifi greinir frá, í pistli sem hann birtir á Facebook, að Alexandra Jurkovic hafi mátt sæta því sem hlýtur að flokkast undir stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Kára bárust myndskilaboð frá tæplega fimmtugum breskum manni sem sýna að myndir sem höfðu verið teknar af Instagram reikningi Alexöndru hafa verið notaðar til að setja upp falskan reikning á fylgdar- eða vændisþjónustu á netinu. Þar er hún sögð vændiskona í Reykjavík. „Við erum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Kári. Hann segir að hann og kærasta hans, Alexandra séu ekki tilbúin að tjá sig um málið frekar en orðið er. Ekki á þessu stigi. Óskar eftir upplýsingum Myndin er af Alexöndru í sundbol í sundlaug á Vestfjörðum sem hún tók sjálf þegar hún var þar, ein á ferðalagi. „Sama myndin er notuð tvisvar og nafnið hennar líka. Annars vegar var opnumynd og svo var myndin notuð aftur við hliðina á því sem einungis er hægt að lýsa sem einhverskonar “matseðli” yfir þá kynlífsþjónustu sem hún veitti, hvað þjónusta frá henni kostaði og þar fram eftir götunum,“ segir meðal annars í pistli Kára. Kári og Alexandra hafa leitað til lögreglu en hefur ekki enn borist nein frekari viðbrögð úr þeirri átt. Kári væntir þess að málið sé þar til rannsóknar.Thomas Lefebvre Þau leituðu til lögreglu með málið, fyrir rúmum hálfum mánuði og bíða nú átekta, vilja sjá hvað kemur út úr því áður en þau taka næsta skref. Pistillinn talar sínu máli. Kári hvetur fólk á samfélagsmiðlinum til að dreifa honum ef það má verða til að varpa frekari ljósi á málið; að fólk geti veitt frekari upplýsingar. Hann telur liggja fyrir að þetta sé að undirlagi einhverra innlendra aðila, af hverju ætti einhver breskur maður að standa í öðru eins og þessu tilviljunakennt? Auk þess sem í tengslum við þetta mál virðist sem hann viti meira en er á allra vitorði. Hefur sett líf þeirra á hliðina Eins og áður sagði líta þau Kári og Alexandra þetta vitaskuld alvarlegum augum og hefur hið ömurlega tiltæki vakið veruleg ónot og ótta með Alexöndru. Reyndar sett líf þeirra beggja á hliðina. Kári segir að þau hafi orðið þess vör að reynt hafi verið að brjótast inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og í tölvupósta þeirra. „Alexandra hræðist það að vera ein á vappi í Reykjavík, við hræðumst það að sá, eða þeir, sem standi á bak við þetta hafi látið falsa meira efni af henni eða okkur báðum til að reyna að skaða mannorð okkar og valda frekari sársauka. Við vitum ekki betur en að þetta sé mögulega bara toppurinn á ísjakanum. Í þessari árás má, að okkar mati, finna margskonar glæpsamlegt atferli,“ segir Kári sem segir þetta ærumeiðingar og ofsóknir. „Þetta er klárt áreiti, þetta er persónuþjófnaður (identity theft) og hér er saklaus kona lögð á borð sem einhver vara fyrir vændiskaupendur. Það er ekkert annað en stórhættulegt og grafalvarlegt starfrænt kynferðisofbeldi. Það skal enginn vera í vafa um það að svona gjörningur setur fórnarlambið í hættu á frekara ofbeldi.“ Fjölmargir hafa tekið Kára á orðinu og hafa nú þegar þetta er skrifað rétt tæplega hundrað manns deilt pistli hans á Facebook en hann má sjá ívafðan hér neðar. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Kári Viðarsson leikari og athafnamaður, eigandi leikhússins Frystiklefans á Rifi greinir frá, í pistli sem hann birtir á Facebook, að Alexandra Jurkovic hafi mátt sæta því sem hlýtur að flokkast undir stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Kára bárust myndskilaboð frá tæplega fimmtugum breskum manni sem sýna að myndir sem höfðu verið teknar af Instagram reikningi Alexöndru hafa verið notaðar til að setja upp falskan reikning á fylgdar- eða vændisþjónustu á netinu. Þar er hún sögð vændiskona í Reykjavík. „Við erum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Kári. Hann segir að hann og kærasta hans, Alexandra séu ekki tilbúin að tjá sig um málið frekar en orðið er. Ekki á þessu stigi. Óskar eftir upplýsingum Myndin er af Alexöndru í sundbol í sundlaug á Vestfjörðum sem hún tók sjálf þegar hún var þar, ein á ferðalagi. „Sama myndin er notuð tvisvar og nafnið hennar líka. Annars vegar var opnumynd og svo var myndin notuð aftur við hliðina á því sem einungis er hægt að lýsa sem einhverskonar “matseðli” yfir þá kynlífsþjónustu sem hún veitti, hvað þjónusta frá henni kostaði og þar fram eftir götunum,“ segir meðal annars í pistli Kára. Kári og Alexandra hafa leitað til lögreglu en hefur ekki enn borist nein frekari viðbrögð úr þeirri átt. Kári væntir þess að málið sé þar til rannsóknar.Thomas Lefebvre Þau leituðu til lögreglu með málið, fyrir rúmum hálfum mánuði og bíða nú átekta, vilja sjá hvað kemur út úr því áður en þau taka næsta skref. Pistillinn talar sínu máli. Kári hvetur fólk á samfélagsmiðlinum til að dreifa honum ef það má verða til að varpa frekari ljósi á málið; að fólk geti veitt frekari upplýsingar. Hann telur liggja fyrir að þetta sé að undirlagi einhverra innlendra aðila, af hverju ætti einhver breskur maður að standa í öðru eins og þessu tilviljunakennt? Auk þess sem í tengslum við þetta mál virðist sem hann viti meira en er á allra vitorði. Hefur sett líf þeirra á hliðina Eins og áður sagði líta þau Kári og Alexandra þetta vitaskuld alvarlegum augum og hefur hið ömurlega tiltæki vakið veruleg ónot og ótta með Alexöndru. Reyndar sett líf þeirra beggja á hliðina. Kári segir að þau hafi orðið þess vör að reynt hafi verið að brjótast inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og í tölvupósta þeirra. „Alexandra hræðist það að vera ein á vappi í Reykjavík, við hræðumst það að sá, eða þeir, sem standi á bak við þetta hafi látið falsa meira efni af henni eða okkur báðum til að reyna að skaða mannorð okkar og valda frekari sársauka. Við vitum ekki betur en að þetta sé mögulega bara toppurinn á ísjakanum. Í þessari árás má, að okkar mati, finna margskonar glæpsamlegt atferli,“ segir Kári sem segir þetta ærumeiðingar og ofsóknir. „Þetta er klárt áreiti, þetta er persónuþjófnaður (identity theft) og hér er saklaus kona lögð á borð sem einhver vara fyrir vændiskaupendur. Það er ekkert annað en stórhættulegt og grafalvarlegt starfrænt kynferðisofbeldi. Það skal enginn vera í vafa um það að svona gjörningur setur fórnarlambið í hættu á frekara ofbeldi.“ Fjölmargir hafa tekið Kára á orðinu og hafa nú þegar þetta er skrifað rétt tæplega hundrað manns deilt pistli hans á Facebook en hann má sjá ívafðan hér neðar.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira