„Íslensk lopapeysa“ fær sömu vernd og „Íslenskt lambakjöt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 14:57 Ull unnin úr feldi kindanna hefur reynst mörgum Íslendingnum vel í gegnum árin. Unsplash/Zosia Korcz Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. Þetta er annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Auglýsing um skráninguna hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda þar sem afurðarlýsing kemur fram. Hverjum þeim sem framleiðir lopapeysu í samræmi við afurðarlýsinguna er heimilt að nota heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa og nota opinbert auðkennismerki skv. reglugerð um skráningu afurðarheita. Helstu skilyrði eru eftirfarandi: 1. Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé 2. Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) 3. Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. 4. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli 5. Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi 6. Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) 7. Peysan skal vera opin eða heil Skráð afurðarheiti sem vísar til uppruna skal samkvæmt 6. gr. laganna njóta verndar gegn: 1. Beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni 2. Hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raunverulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni 3. Hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar 4. Hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir almenningi hvað raunverulegan uppruna varðar. Dýr Tíska og hönnun Höfundaréttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. Þetta er annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Auglýsing um skráninguna hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda þar sem afurðarlýsing kemur fram. Hverjum þeim sem framleiðir lopapeysu í samræmi við afurðarlýsinguna er heimilt að nota heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa og nota opinbert auðkennismerki skv. reglugerð um skráningu afurðarheita. Helstu skilyrði eru eftirfarandi: 1. Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé 2. Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) 3. Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. 4. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli 5. Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi 6. Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) 7. Peysan skal vera opin eða heil Skráð afurðarheiti sem vísar til uppruna skal samkvæmt 6. gr. laganna njóta verndar gegn: 1. Beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni 2. Hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raunverulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni 3. Hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar 4. Hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir almenningi hvað raunverulegan uppruna varðar.
Dýr Tíska og hönnun Höfundaréttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira