Framhaldsskóli á krossgötum – þriðji hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 12. mars 2020 08:00 Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Tengdar fréttir Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00 Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00 Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri.
Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00
Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun