Sitthvað hafast þeir að Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 18. maí 2020 10:30 Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun