Sitthvað hafast þeir að Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 18. maí 2020 10:30 Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun