Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 11. mars 2020 08:00 Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun