Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 10. mars 2020 08:00 Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun