Útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á undirritun kjarasamninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2020 12:12 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir/Jóhann Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira