Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:30 Nýja þjálfarateymið hjá Stjörnunni. Arnar Guðjónsson með þeim Danielle Rodriguez og Inga Þór Steinþórssyni. Vísir/KJartan Atli Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira