Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 00:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Jóhann BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur. Önnur verkföll eru skollin á, í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB. Viðræður munu standa yfir fram á nótt vegna annarra samninga. Aðgerðaráætlunina má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir efsta liðinn, þann grænbláa. Sá nær til um 7.500 af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall á miðnætti. Verkföll munu hafa áhrif á skólastarf. Þá er búið að veita starfsfólki á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum undanþágu vegna nýju kórónuveirunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mörg stéttarfélög sveitarfélaga í samfloti kalla sig Bæjastarfsmannafélögin. Þau hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er verulega ánægjulegur áfangi,“ segir Sonja. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Verið er að semja um styttingu vinnuviku við dagvinnufólk og vaktavinnufólk og eru það stórtíðindi að mati Sonju. Þetta hafi ekki breyst hjá opinberum starfsmönnum í um fimmtíu ár. „Þannig að við teljum þetta merkan áfanga og erum búin að stefna að þessu lengi hjá BSRB og aðildarfélögin staðið þétt að baki þessarar kröfu.“ Einnig er verið að semja um fleiri atriði eins og 30 daga orlof fyrir alla og 90 þúsund króna hækkun á kjarasamningstímabilinu. „Það eru mörg góð atriði í þessum samningi,“ segir Sonja. Varðandi nóttina segir hún að verið sé að vinna hörðum höndum að því að semja við borgina og segist Sonja vonast til þess að það klárist í nótt. Ekki sé mikið á milli deiluaðila. Mun lengra sé þó á milli samningsaðila þegar komi að viðræðunum við ríkið. Efling og hið opinbera skrifuðu undir kjarasamninga um helgina en viðræður á milli Eflingar og Reykjavíkur standa enn yfir. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna.Vísir/Jóhann Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna, segir að samningurinn sem var undirritaður skili sömu krónutölu og Lífskjarasamningarnir svokölluðu. Þeim hafi ekki verið raskað. „Þetta er búið að taka sinn tíma og ýmsar uppákomur á leiðinni. Þannig að það er mikill léttir að vera búinn að þessu,“ segir Arna Jakobína. Umfangsmiklu verkfalli hafi verið afstýrt. „Þannig að þetta er örugglega mikill léttir víða um landi, að það er ekki verkfall á morgun.“ Arna Jakobína segir stóra þáttinn í þessum samningi vera styttingu vinnuvikunnar. Það hafi mikil áhersla verið lögð á það. Nú verður farið í að kynna samninga fyrir félagsmönnum og það þarf að gerast fyrir 23. mars. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga, Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Vestmannaeyja Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Kópavogs Starfamannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54 Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur. Önnur verkföll eru skollin á, í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB. Viðræður munu standa yfir fram á nótt vegna annarra samninga. Aðgerðaráætlunina má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir efsta liðinn, þann grænbláa. Sá nær til um 7.500 af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall á miðnætti. Verkföll munu hafa áhrif á skólastarf. Þá er búið að veita starfsfólki á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum undanþágu vegna nýju kórónuveirunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mörg stéttarfélög sveitarfélaga í samfloti kalla sig Bæjastarfsmannafélögin. Þau hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er verulega ánægjulegur áfangi,“ segir Sonja. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Verið er að semja um styttingu vinnuviku við dagvinnufólk og vaktavinnufólk og eru það stórtíðindi að mati Sonju. Þetta hafi ekki breyst hjá opinberum starfsmönnum í um fimmtíu ár. „Þannig að við teljum þetta merkan áfanga og erum búin að stefna að þessu lengi hjá BSRB og aðildarfélögin staðið þétt að baki þessarar kröfu.“ Einnig er verið að semja um fleiri atriði eins og 30 daga orlof fyrir alla og 90 þúsund króna hækkun á kjarasamningstímabilinu. „Það eru mörg góð atriði í þessum samningi,“ segir Sonja. Varðandi nóttina segir hún að verið sé að vinna hörðum höndum að því að semja við borgina og segist Sonja vonast til þess að það klárist í nótt. Ekki sé mikið á milli deiluaðila. Mun lengra sé þó á milli samningsaðila þegar komi að viðræðunum við ríkið. Efling og hið opinbera skrifuðu undir kjarasamninga um helgina en viðræður á milli Eflingar og Reykjavíkur standa enn yfir. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna.Vísir/Jóhann Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna, segir að samningurinn sem var undirritaður skili sömu krónutölu og Lífskjarasamningarnir svokölluðu. Þeim hafi ekki verið raskað. „Þetta er búið að taka sinn tíma og ýmsar uppákomur á leiðinni. Þannig að það er mikill léttir að vera búinn að þessu,“ segir Arna Jakobína. Umfangsmiklu verkfalli hafi verið afstýrt. „Þannig að þetta er örugglega mikill léttir víða um landi, að það er ekki verkfall á morgun.“ Arna Jakobína segir stóra þáttinn í þessum samningi vera styttingu vinnuvikunnar. Það hafi mikil áhersla verið lögð á það. Nú verður farið í að kynna samninga fyrir félagsmönnum og það þarf að gerast fyrir 23. mars. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga, Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Vestmannaeyja Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Kópavogs Starfamannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54 Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54
Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17