Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Sigrún Árnadóttir skrifar 17. apríl 2020 08:00 Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun