Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:39 Kobe Bryant og dóttir hans Gianna létust í slysinu. Vísir/Getty Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00
Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30
Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00