Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur Hólmar er á heimleið eftir fjögur ár í atvinnumennsku. vísir/getty Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00