Rannsaka hvort strokupiltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:00 Piltarnir gistu fangageymslur lögreglu á Selfossi í nótt. Vísir/vilhelm Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana. Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana.
Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38