Hvað á ég mörg börn? Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2020 10:00 Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram. Mér fannst mjög gaman að vinna skattframtalið mitt í ár. Það var einhver festa í því sem annars er erfitt að finna í tilverunni þessa dagana. Í miðjum heimsfaraldri og samkomubanni gat ég sest niður við tölvuna og unnið framtalið með sama hætti og öll fyrri ár. Í smá stund var allt eins og það átti að vera. Í lokin er ég svo að fara yfir framtalið. Engar athugasemdir frá mér, nema jú, bíddu. Það vantar tvær af fjórum dætrum mínum undir lið 1.1. Hmmm, villuprófum þetta. Aftur eru þær bara tvær og engin villa fannst! Ok þetta var kannski ekki alveg svona, en þið vitið. Ég hef tvisvar gengið í hjónaband og er tvífráskilin. Í fyrra skiptið eignuðumst við tvær dætur. Þegar við skildum vildum við halda áfram að ala dætur okkar upp saman. Þær fara ekki í heimsókn til pabba eða í heimsókn til mömmu. Þær eiga tvö heimili. Við ákváðum að önnur yrði með lögheimilið sitt hjá mér og hin með lögheimilið hjá pabba sínum. Þannig værum við „Jöfn“ og við þyrftum ekki að standa í meðlagsgreiðslum o.þ.h. enda höfum við alltaf séð sameiginlega um framfærslu þeirra. Í seinna hjónabandinu áttum við eina dóttur saman og áttum von á annarri (mér gengur s.s. ekkert betur með árunum í þessu málum). Við vorum líka sammála um að ala þær upp saman sem foreldrar. Við fórum því sömu leið og ég hafði gert áður. Ein yrði með lögheimili hjá pabba sínum og hin myndi vera með lögheimili hjá mér. En aftur að skattframtalinu. Ég vil ekki þurfa að sætta mig við það að aðeins tvö nöfn af fjórum dætra minna komi fram á skattframtalinu mínu og að allar ákvarðanir á grundvelli framtalsins séu teknar í því ljósi að ég eigi tvö börn en ekki fjögur. Ég hef verið spurð hverju þetta breytir - þetta er bara pappír en færum þetta yfir á hjónaband. Þú og maki þinn viljið gifta ykkur. Þið hittið prestinn og hann spyr hvort ykkur væri ekki sama ef hjónabandið yrði ekki skráð og það hefði engin réttaráhrif en það ætti nú að vera í lagi, því það væri bara þannig á pappír. Í hjarta ykkar væruð þið samt hjón og enginn myndi vita betur. Ok, díll? Í mínu tilviki er þetta fyrst og síðast prinsipp mál. Foreldri sem ekki er með lögheimili barns þarf að sætta sig við það að hið opinbera viðurkennir ekki samband foreldris og barns. Það út af fyrir sig er heilmikið mál fyrir barn og foreldri. En í þessu fyrirkomulagi felast líka áþreifanlegir hagsmunir s.s. í formi fjármuna og ákvarðanatöku varðandi barnið sitt. Ég gat t.d. ekki skráð næstyngstu dóttur mína í ballett sl. haust. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum þannig ég þurfti að hringja í hann og biðja hann að skrá hana - og vera fljótur, plássin voru að klárast! Þá veit ég ekki um greiðslur frá ríkinu sem ekki taka mið af fjölda barna á framfærslu og einnig getur það foreldri sem ekki hefur lögheimili verið krafið um meðlagsgreiðslur algjörlega óháð þeirri framfærslu sem er til staðar. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað. En það er afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fær ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. Það stendur því engin önnur leið til boða en að skrá lögheimilið á annað foreldrið. Að öllu þessu sögðu þá dreg ég ekki í efa að núverandi fyrirkomulag verði líka að vera til. Það getur vel hentað mörgum að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti. Þá er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar ef ekki næst samkomulag á milli aðila. Skoði mál og leggi mat á aðstæður út frá hagsmunum barns og ákvarði þannig umgengni og forsjá. Hér í þessum pistli er ég eingöngu að fjalla um þau tilvik þar sem foreldrar geta og vilja koma sér saman um að barn verði með tvöfalt lögheimili, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar fyrir allar fjölskyldur og styðji ákvarðanir þeirra en taki þær ekki eingöngu í sínar hendur með þeim hætti sem gert er í dag. Ég trúi því að það myndi leiða af sér margt gott ef foreldrar gætu deilt þeim skyldum og réttindum sem lögheimilisskráning barns felur í sér. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við jafnréttissjónarmið en lögheimilisskráning er í langflestum tilvikum hjá móður. Það myndi draga úr valda ójafnvægi sem verður til þegar lögheimili barns er eingöngu hjá öðru foreldrinu. Þá trúi ég því að tvöfalt lögheimili væri einnig til þess fallið að draga úr skömminni sem því miður er gjarnan fylgifiskur hjónaskilnaða og draga þannig úr álagi og streitu við þessar krefjandi aðstæður. Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu). Við höldum saman upp á barnaafmæli og höfum átt ótal góðar stundir. Dætur mínar með foreldrum sínum. Ég geri mér vel grein fyrir því hve gott ég hef það. Hversu dýrmætt það er að geta haldið áfram að ala upp börn saman þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi en því miður er það ekki alltaf svo. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi enda eiga dætur mínar bestu pabba sem til eru. Umræðan um tvöfalt lögheimili er teygð og tuggin. Gömul saga og ný. Ég verð eflaust ennþá að ergja mig á þessu þegar elsta dóttir mín, sem nú er 13 ára, verður 18 ára. En vonandi verða yngri dætur mínar einn daginn með lögheimili á báðum heimilum sínum. Þá er aldrei að vita nema ég skrái þær báðar í ballett. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Skattar og tollar Arna Pálsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram. Mér fannst mjög gaman að vinna skattframtalið mitt í ár. Það var einhver festa í því sem annars er erfitt að finna í tilverunni þessa dagana. Í miðjum heimsfaraldri og samkomubanni gat ég sest niður við tölvuna og unnið framtalið með sama hætti og öll fyrri ár. Í smá stund var allt eins og það átti að vera. Í lokin er ég svo að fara yfir framtalið. Engar athugasemdir frá mér, nema jú, bíddu. Það vantar tvær af fjórum dætrum mínum undir lið 1.1. Hmmm, villuprófum þetta. Aftur eru þær bara tvær og engin villa fannst! Ok þetta var kannski ekki alveg svona, en þið vitið. Ég hef tvisvar gengið í hjónaband og er tvífráskilin. Í fyrra skiptið eignuðumst við tvær dætur. Þegar við skildum vildum við halda áfram að ala dætur okkar upp saman. Þær fara ekki í heimsókn til pabba eða í heimsókn til mömmu. Þær eiga tvö heimili. Við ákváðum að önnur yrði með lögheimilið sitt hjá mér og hin með lögheimilið hjá pabba sínum. Þannig værum við „Jöfn“ og við þyrftum ekki að standa í meðlagsgreiðslum o.þ.h. enda höfum við alltaf séð sameiginlega um framfærslu þeirra. Í seinna hjónabandinu áttum við eina dóttur saman og áttum von á annarri (mér gengur s.s. ekkert betur með árunum í þessu málum). Við vorum líka sammála um að ala þær upp saman sem foreldrar. Við fórum því sömu leið og ég hafði gert áður. Ein yrði með lögheimili hjá pabba sínum og hin myndi vera með lögheimili hjá mér. En aftur að skattframtalinu. Ég vil ekki þurfa að sætta mig við það að aðeins tvö nöfn af fjórum dætra minna komi fram á skattframtalinu mínu og að allar ákvarðanir á grundvelli framtalsins séu teknar í því ljósi að ég eigi tvö börn en ekki fjögur. Ég hef verið spurð hverju þetta breytir - þetta er bara pappír en færum þetta yfir á hjónaband. Þú og maki þinn viljið gifta ykkur. Þið hittið prestinn og hann spyr hvort ykkur væri ekki sama ef hjónabandið yrði ekki skráð og það hefði engin réttaráhrif en það ætti nú að vera í lagi, því það væri bara þannig á pappír. Í hjarta ykkar væruð þið samt hjón og enginn myndi vita betur. Ok, díll? Í mínu tilviki er þetta fyrst og síðast prinsipp mál. Foreldri sem ekki er með lögheimili barns þarf að sætta sig við það að hið opinbera viðurkennir ekki samband foreldris og barns. Það út af fyrir sig er heilmikið mál fyrir barn og foreldri. En í þessu fyrirkomulagi felast líka áþreifanlegir hagsmunir s.s. í formi fjármuna og ákvarðanatöku varðandi barnið sitt. Ég gat t.d. ekki skráð næstyngstu dóttur mína í ballett sl. haust. Hún er með lögheimili hjá pabba sínum þannig ég þurfti að hringja í hann og biðja hann að skrá hana - og vera fljótur, plássin voru að klárast! Þá veit ég ekki um greiðslur frá ríkinu sem ekki taka mið af fjölda barna á framfærslu og einnig getur það foreldri sem ekki hefur lögheimili verið krafið um meðlagsgreiðslur algjörlega óháð þeirri framfærslu sem er til staðar. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað. En það er afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fær ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. Það stendur því engin önnur leið til boða en að skrá lögheimilið á annað foreldrið. Að öllu þessu sögðu þá dreg ég ekki í efa að núverandi fyrirkomulag verði líka að vera til. Það getur vel hentað mörgum að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti. Þá er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar ef ekki næst samkomulag á milli aðila. Skoði mál og leggi mat á aðstæður út frá hagsmunum barns og ákvarði þannig umgengni og forsjá. Hér í þessum pistli er ég eingöngu að fjalla um þau tilvik þar sem foreldrar geta og vilja koma sér saman um að barn verði með tvöfalt lögheimili, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er mikilvægt að yfirvöld séu til staðar fyrir allar fjölskyldur og styðji ákvarðanir þeirra en taki þær ekki eingöngu í sínar hendur með þeim hætti sem gert er í dag. Ég trúi því að það myndi leiða af sér margt gott ef foreldrar gætu deilt þeim skyldum og réttindum sem lögheimilisskráning barns felur í sér. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við jafnréttissjónarmið en lögheimilisskráning er í langflestum tilvikum hjá móður. Það myndi draga úr valda ójafnvægi sem verður til þegar lögheimili barns er eingöngu hjá öðru foreldrinu. Þá trúi ég því að tvöfalt lögheimili væri einnig til þess fallið að draga úr skömminni sem því miður er gjarnan fylgifiskur hjónaskilnaða og draga þannig úr álagi og streitu við þessar krefjandi aðstæður. Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu). Við höldum saman upp á barnaafmæli og höfum átt ótal góðar stundir. Dætur mínar með foreldrum sínum. Ég geri mér vel grein fyrir því hve gott ég hef það. Hversu dýrmætt það er að geta haldið áfram að ala upp börn saman þrátt fyrir að vera ekki í hjónabandi en því miður er það ekki alltaf svo. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi enda eiga dætur mínar bestu pabba sem til eru. Umræðan um tvöfalt lögheimili er teygð og tuggin. Gömul saga og ný. Ég verð eflaust ennþá að ergja mig á þessu þegar elsta dóttir mín, sem nú er 13 ára, verður 18 ára. En vonandi verða yngri dætur mínar einn daginn með lögheimili á báðum heimilum sínum. Þá er aldrei að vita nema ég skrái þær báðar í ballett. Höfundur er lögfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun