Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira