Lýðræði í sóttkví Stefanía Reynisdóttir skrifar 15. apríl 2020 14:45 Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun