Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:26 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir lögin alveg skýr. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent