Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:26 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir lögin alveg skýr. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira