Ketilbjalla fyrir þrautseigjuvöðvann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:30 Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar