Skimun á Íslandi styður að einkennalausir geti verið smitberar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 21:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti, var á meðal þeirra sem tók þátt í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53