Var heima í 44 daga vegna Covid-19: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2020 16:09 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. facebook „Ég man ekki mikið eftir hvað var sagt í þeim símtölum og ég gat ekkert talað án þess að fá óstjórnlegan hósta. Ég man þó að í einhver skipti grét ég í símann af vanlíðan og algjöru vonleysi. Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa,“ skrifar Sigríður H. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atlantik, um upplifun sína af Covid-19 sjúkdómnum. Sigríður útskrifaðist í gær úr einangrun og eftirliti eftir að hafa verið heima í 44 daga. Sigríður veiktist rúmri viku eftir að hún kom heim eftir ferðalag, ásamt manni sínum og vinahjónum, til Madonna á Ítalíu. Tveimur dögum eftir að hún greindist með sjúkdóminn, þann 8. mars, sló henni niður og segist hún hafa legið allt að því rænulaus eða í móki allan sólarhringinn næstu 12 daga. „Fékk háan hita, mikinn hósta, hroll, höfuðverk, ógleði, uppgang, missti bragð- og lyktarskyn, var lystarlaus með öllu, gat ekki talað né staðið í fæturna. Strax á fyrsta degi og daglega síðan hef ég fengið símtal frá hjúkrunarfræðingum og læknum, stundum oftar en einu sinni á dag.“ „Ég fékk eitt verkefni og það var að drekka. Skipti engu máli þó ég gæti ekki borðað, en ég yrði að drekka. Verkefnið gekk þokkalega með aðstoð eiginmannsins sem reyndi að koma einhverri næringu ofan í mig sem var helst Powerade og Malt. Siggi segir mér að það eina sem hann gat fengið mig til að borða þessar 2 vikur var skál af súrmjólk af og til. Hann var vakinn og sofinn yfir mér í gegnum þetta. Passaði að ég drykki, að ég tæki þær pillur sem ég átti að taka og reyndi að láta mig borða. Sumar nætur vaknaði hann og tékkaði þá á mér og hvort ég andaði ekki örugglega. Mín stoð og stytta í lífinu.“ Lögð inn vegna gruns um blóðtappa „Á einhverjum tímapunkti þegar veikindin voru sem verst vitjaði mín læknir. Ég man ekkert hvenær það var eða hvað hann sagði nema að ég átti að taka 8 parkdódín á dag til að haldi niðri hita og hósta. Mókið varð ekki minna við það en ég svaf allavega þokkalega á nóttunni.“ Hún segir að eftir að hafa komist til meðvitundar og fengið smá lyst hafi hitinn lækkað og hóstinn minnkað. Þá hafi hún haldið að hún færi að snarhressast en það hafi ekki gengið eftir. Hún hafi verið gríðarlega máttlaus og hafi varla stunið upp nokkrum orðum án þess að verða lafmóð og fá hóstakast. Læknum hafi þá ekki litist á blikuna. Batinn væri of hægur og þann 27. mars, þegar þrjár vikur voru liðnar frá því að hún veiktist, var henni sagt að mæta upp á Covid-göngudeild Landspítalans. Þá hafi hún farið í lungnamyndatöku, blóðprufur, áreynslupróf og almenna skoðun. Eftir það kom í ljós að hún var með lungnabólgu og var súrefnismettun hennar ekki góð. „Ég fékk sýklalyf, malaríulyf, súrefnismettunarmæli og fyrirmæli um að koma aftur eftir sólarhring sem ég gerði. Var þá sagt að koma aftur mánudagsmorguninn 30. mars. Í það skipti var ákveðið að leggja mig inn en þau höfðu áhyggjur af að ég væri með blóðtappa í lungum og einnig hversu mikið súrefnismettunin féll.“ Þegar á spítalann var komið var hún sett í tölvusneiðmyndatöku og eftir að niðurstöður úr henni komu voru engin merki um blóðtappa og segir hún að súrefnismettunin hafi orðið betri sólarhring síðar. „Við erum öll Almannavarnir. Hlýðum Víði.“ „Starfsfólkið sem tók á móti mér á spítalanum var yndislegt og vel um mig hugsað að öllu leyti, eins og allt það góða fólk sem ég hafði hitt augliti til auglits eða gegnum símtöl vikurnar á undan.“ Daginn eftir var hún útskrifuð og send heim í áframhaldandi einangrun þar sem hún fékk dagleg símtöl frá hjúkrunarfræðingum og læknum. „Undanfarið hef ég spjallað við fjölskyldu og vini í síma og facetime án þess að fá óstjórnleg hóstaköst og mæðast eins og langhlaupari. Það er svo dásamlegt að ég á vart orð til að lýsa þeirri góðu tilfinningu. Ég skrölti um húsið og geri öndunaræfingar sem mér voru sendar. Ég næ mér í mat og drykk, þurrka kannski af einu borði og er á „ferðinni“ í smátíma en tankurinn tæmist hratt. Það er þó mikil framför og úthaldsmínútum fer fjölgandi. Læknum og hjúkrunarfræðingum er ég óendanlega þakklát fyrir að halda utan um mig og stappa í mig stálinu í þessum ógeðslegu og ömurlegu veikindum þegar ég var oftar en einu sinni alveg við það að brotna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. 13. apríl 2020 13:36 Virk smit orðin færri en átta hundruð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur voru birtar. 13. apríl 2020 13:10 Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12. apríl 2020 22:55 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Ég man ekki mikið eftir hvað var sagt í þeim símtölum og ég gat ekkert talað án þess að fá óstjórnlegan hósta. Ég man þó að í einhver skipti grét ég í símann af vanlíðan og algjöru vonleysi. Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa,“ skrifar Sigríður H. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atlantik, um upplifun sína af Covid-19 sjúkdómnum. Sigríður útskrifaðist í gær úr einangrun og eftirliti eftir að hafa verið heima í 44 daga. Sigríður veiktist rúmri viku eftir að hún kom heim eftir ferðalag, ásamt manni sínum og vinahjónum, til Madonna á Ítalíu. Tveimur dögum eftir að hún greindist með sjúkdóminn, þann 8. mars, sló henni niður og segist hún hafa legið allt að því rænulaus eða í móki allan sólarhringinn næstu 12 daga. „Fékk háan hita, mikinn hósta, hroll, höfuðverk, ógleði, uppgang, missti bragð- og lyktarskyn, var lystarlaus með öllu, gat ekki talað né staðið í fæturna. Strax á fyrsta degi og daglega síðan hef ég fengið símtal frá hjúkrunarfræðingum og læknum, stundum oftar en einu sinni á dag.“ „Ég fékk eitt verkefni og það var að drekka. Skipti engu máli þó ég gæti ekki borðað, en ég yrði að drekka. Verkefnið gekk þokkalega með aðstoð eiginmannsins sem reyndi að koma einhverri næringu ofan í mig sem var helst Powerade og Malt. Siggi segir mér að það eina sem hann gat fengið mig til að borða þessar 2 vikur var skál af súrmjólk af og til. Hann var vakinn og sofinn yfir mér í gegnum þetta. Passaði að ég drykki, að ég tæki þær pillur sem ég átti að taka og reyndi að láta mig borða. Sumar nætur vaknaði hann og tékkaði þá á mér og hvort ég andaði ekki örugglega. Mín stoð og stytta í lífinu.“ Lögð inn vegna gruns um blóðtappa „Á einhverjum tímapunkti þegar veikindin voru sem verst vitjaði mín læknir. Ég man ekkert hvenær það var eða hvað hann sagði nema að ég átti að taka 8 parkdódín á dag til að haldi niðri hita og hósta. Mókið varð ekki minna við það en ég svaf allavega þokkalega á nóttunni.“ Hún segir að eftir að hafa komist til meðvitundar og fengið smá lyst hafi hitinn lækkað og hóstinn minnkað. Þá hafi hún haldið að hún færi að snarhressast en það hafi ekki gengið eftir. Hún hafi verið gríðarlega máttlaus og hafi varla stunið upp nokkrum orðum án þess að verða lafmóð og fá hóstakast. Læknum hafi þá ekki litist á blikuna. Batinn væri of hægur og þann 27. mars, þegar þrjár vikur voru liðnar frá því að hún veiktist, var henni sagt að mæta upp á Covid-göngudeild Landspítalans. Þá hafi hún farið í lungnamyndatöku, blóðprufur, áreynslupróf og almenna skoðun. Eftir það kom í ljós að hún var með lungnabólgu og var súrefnismettun hennar ekki góð. „Ég fékk sýklalyf, malaríulyf, súrefnismettunarmæli og fyrirmæli um að koma aftur eftir sólarhring sem ég gerði. Var þá sagt að koma aftur mánudagsmorguninn 30. mars. Í það skipti var ákveðið að leggja mig inn en þau höfðu áhyggjur af að ég væri með blóðtappa í lungum og einnig hversu mikið súrefnismettunin féll.“ Þegar á spítalann var komið var hún sett í tölvusneiðmyndatöku og eftir að niðurstöður úr henni komu voru engin merki um blóðtappa og segir hún að súrefnismettunin hafi orðið betri sólarhring síðar. „Við erum öll Almannavarnir. Hlýðum Víði.“ „Starfsfólkið sem tók á móti mér á spítalanum var yndislegt og vel um mig hugsað að öllu leyti, eins og allt það góða fólk sem ég hafði hitt augliti til auglits eða gegnum símtöl vikurnar á undan.“ Daginn eftir var hún útskrifuð og send heim í áframhaldandi einangrun þar sem hún fékk dagleg símtöl frá hjúkrunarfræðingum og læknum. „Undanfarið hef ég spjallað við fjölskyldu og vini í síma og facetime án þess að fá óstjórnleg hóstaköst og mæðast eins og langhlaupari. Það er svo dásamlegt að ég á vart orð til að lýsa þeirri góðu tilfinningu. Ég skrölti um húsið og geri öndunaræfingar sem mér voru sendar. Ég næ mér í mat og drykk, þurrka kannski af einu borði og er á „ferðinni“ í smátíma en tankurinn tæmist hratt. Það er þó mikil framför og úthaldsmínútum fer fjölgandi. Læknum og hjúkrunarfræðingum er ég óendanlega þakklát fyrir að halda utan um mig og stappa í mig stálinu í þessum ógeðslegu og ömurlegu veikindum þegar ég var oftar en einu sinni alveg við það að brotna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. 13. apríl 2020 13:36 Virk smit orðin færri en átta hundruð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur voru birtar. 13. apríl 2020 13:10 Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12. apríl 2020 22:55 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. 13. apríl 2020 13:36
Virk smit orðin færri en átta hundruð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur voru birtar. 13. apríl 2020 13:10
Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12. apríl 2020 22:55