Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. apríl 2020 16:18 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar Vísir/Vilhelm Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var ákveðið að hafa sérstaka neyðarsvörun fyrir þolendur heimilisofbeldis opna allan sólarhringinn um páskana. Bæði er hægt að hringja og senda tölvupóst. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að nokkrir hafi þurft að hafa samband. „Sem er gott, en það var tilgangurinn með þessu. Bæði í síma og í tölvupósti og það var gott að við gátum verið til staðar miðað við þær aðstæður sem eru búnar að vera uppi.“ Fólk hefur meira hringt en síðan hefur það líka sent tölvupóst. „En ég vil kannski ekki fara út í alveg hvað þetta er mikið af málum en Bjarkarhlíð er lágþröskuldarúrræði þannig það er gott að geta leitað þangað þegar þú ert á óvissutíma og veist ekki hvað þú treystir þér til. Við mætum fólki þar sem það er statt og tengjum það í þau kerfi sem eru í boði í samstarfsaðila okkar eins og lögreglu, Kvennaathvarfið, Stígamót og lögfræðinga.“ Málin sem hafi komið upp séu öll metin alvarleg. „Ef að fólk er í þeim aðstæðum að það upplifir ofbeldi þá er það alvarlegt.“ Ragna segist viss um að umræðan um heimilisofbeldi sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið hafi hjálpað til. „Við finnum það alltaf að þegar það er vitundavakning og þegar fólk fær aðstoð við það og leyfi til að tala um þær erfiðu aðstæður sem það er í, að það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það.“ Þar sem talið er að heimilisofbeldi sé tíðara á tímum sem þessum tímum er líklegt að þolendur séu fleiri. Í síðustu viku fjallaði fréttastofa um mál nokkurra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en töldu sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna Covid-faraldursins. Þeim þætti ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið gaf það út að öll áhersla væri lögð á að finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leituðu vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir vel hafa gengið í athvarfinu yfir páskana. „Við höfum fengið lánað og leigt húsnæði til að bregðast við okkar hópi. Við lítum þó þannig á að fyrsta skrefið þegar fólk kemur í Kvennaathvarfið að það sé að koma í Kvennaathvarfið, því það er þar sem við getum tryggt öryggið, því þar eru tengslin við lögreglu og annað slíkt.“ Lögð hafi verið áhersla á að athvarfið geti tekið á móti nýju fólki. Þá hafi hópnum verið skipt upp í fleiri húsnæði en venjulega til að minnka smithættu. „Á venjulegum tímum getum við leyft okkur að láta verða mjög þröngt í athvarfinu, konur deila jafnvel herbergjum. En nú höfum við lagt áherslu á að það sé ekki mannmargt þannig það sé örugglega pláss til að taka á móti nýjum fjölskyldum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var ákveðið að hafa sérstaka neyðarsvörun fyrir þolendur heimilisofbeldis opna allan sólarhringinn um páskana. Bæði er hægt að hringja og senda tölvupóst. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að nokkrir hafi þurft að hafa samband. „Sem er gott, en það var tilgangurinn með þessu. Bæði í síma og í tölvupósti og það var gott að við gátum verið til staðar miðað við þær aðstæður sem eru búnar að vera uppi.“ Fólk hefur meira hringt en síðan hefur það líka sent tölvupóst. „En ég vil kannski ekki fara út í alveg hvað þetta er mikið af málum en Bjarkarhlíð er lágþröskuldarúrræði þannig það er gott að geta leitað þangað þegar þú ert á óvissutíma og veist ekki hvað þú treystir þér til. Við mætum fólki þar sem það er statt og tengjum það í þau kerfi sem eru í boði í samstarfsaðila okkar eins og lögreglu, Kvennaathvarfið, Stígamót og lögfræðinga.“ Málin sem hafi komið upp séu öll metin alvarleg. „Ef að fólk er í þeim aðstæðum að það upplifir ofbeldi þá er það alvarlegt.“ Ragna segist viss um að umræðan um heimilisofbeldi sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið hafi hjálpað til. „Við finnum það alltaf að þegar það er vitundavakning og þegar fólk fær aðstoð við það og leyfi til að tala um þær erfiðu aðstæður sem það er í, að það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það.“ Þar sem talið er að heimilisofbeldi sé tíðara á tímum sem þessum tímum er líklegt að þolendur séu fleiri. Í síðustu viku fjallaði fréttastofa um mál nokkurra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en töldu sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna Covid-faraldursins. Þeim þætti ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið gaf það út að öll áhersla væri lögð á að finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leituðu vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir vel hafa gengið í athvarfinu yfir páskana. „Við höfum fengið lánað og leigt húsnæði til að bregðast við okkar hópi. Við lítum þó þannig á að fyrsta skrefið þegar fólk kemur í Kvennaathvarfið að það sé að koma í Kvennaathvarfið, því það er þar sem við getum tryggt öryggið, því þar eru tengslin við lögreglu og annað slíkt.“ Lögð hafi verið áhersla á að athvarfið geti tekið á móti nýju fólki. Þá hafi hópnum verið skipt upp í fleiri húsnæði en venjulega til að minnka smithættu. „Á venjulegum tímum getum við leyft okkur að láta verða mjög þröngt í athvarfinu, konur deila jafnvel herbergjum. En nú höfum við lagt áherslu á að það sé ekki mannmargt þannig það sé örugglega pláss til að taka á móti nýjum fjölskyldum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. 11. apríl 2020 18:30
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00
Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30