Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:31 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira