Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. apríl 2020 13:41 Vonir standa til að hægt verði að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun ágústmánaðar. Vísir/Vilhelm ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri íþróttafélagsins ÍBV. „Við höfum að sjálfsögðu gert ráðstafanir til að geta seinkað mótunum fram á sumarið ef til þess kæmi. Við erum svo sem bara að bíða eftir nánari tilmælum um það hvernig útfærslur á þessu verði. En við höfum hafið undirbúning á því að fresta mótunum fram á sumarið. Við erum komin með dagsetningar í júlí sem myndu henta fyrir mótin.“ Hann segir að ráðstafanir varðandi Þjóðhátíð, sem öllu jöfnu fer fram um Verslunarmannahelgina, hafi verið ræddar. „Já, já að sjálfsögðu. Við erum auðvitað bara með í maganum yfir ástandinu í landinu eins og svo margir aðrir. Okkur hefur ekki þótt ástæða til þess, enn sem komið er, til þess að hnika eitthvað út af okkar plönum með það. Það eru 110 dagar í þjóðhátíð og við virðumst vera á réttri leið með þessa veiru þannig við erum enn að halda í vonina að við getum haft eitthvað til að hlakka til þegar líður á sumarið. Að við getum hist í í Herjólfsdal fyrstu helgina í ágúst,“ segir Hörður Orri að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri íþróttafélagsins ÍBV. „Við höfum að sjálfsögðu gert ráðstafanir til að geta seinkað mótunum fram á sumarið ef til þess kæmi. Við erum svo sem bara að bíða eftir nánari tilmælum um það hvernig útfærslur á þessu verði. En við höfum hafið undirbúning á því að fresta mótunum fram á sumarið. Við erum komin með dagsetningar í júlí sem myndu henta fyrir mótin.“ Hann segir að ráðstafanir varðandi Þjóðhátíð, sem öllu jöfnu fer fram um Verslunarmannahelgina, hafi verið ræddar. „Já, já að sjálfsögðu. Við erum auðvitað bara með í maganum yfir ástandinu í landinu eins og svo margir aðrir. Okkur hefur ekki þótt ástæða til þess, enn sem komið er, til þess að hnika eitthvað út af okkar plönum með það. Það eru 110 dagar í þjóðhátíð og við virðumst vera á réttri leið með þessa veiru þannig við erum enn að halda í vonina að við getum haft eitthvað til að hlakka til þegar líður á sumarið. Að við getum hist í í Herjólfsdal fyrstu helgina í ágúst,“ segir Hörður Orri að lokum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira