Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 18:30 Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17