Guðni sendir utanríkisþjónustunni afmæliskveðju Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 18:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“ Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“
Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira