Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 13:00 Tryggvi í leik með Fylki gegn Fram. vísir/anton Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira