Fátt er svo með öllu illt... Eva Magnúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 10:00 ...að ekki boði nokkuð gott. Sumar samfélagsbreytingar eiga skilið að lifa áfram eftir COVID-19. Þar má nefna minna kolefnisspor vegna minnkandi bílanotkunar og önnur umhverfisáhrif ásamt umhyggju og vináttu. Við höfum breytt framkomu í garð náungans, við höfum sameinast um að vernda áhættuhópa sem gætu látist úr veirunni. Við heimsækjum ekki afa og ömmu og pabba og mömmu af umhyggju við þeirra heilsu. Við gætum nefnilega aldrei fyrirgefið okkur það ef þau myndu veikjast af okkar völdum og hlýðum Víði, í það minnsta flest. Í staðinn tölum við oftar í símann við fólk sem okkur þykir vænt um, keyrum minna en hreyfum okkur meira úti. Það má hugsa ævi okkar í fyrir og eftir hrun í örsöguskýringu. Fyrir hrun voru allir að meika það og allir ætluðu eða þóttust vera ríkir, „Fake it until you make it“. Fólk mátti ekki vera að neinu því það var í maraþoni lífsgæðakapphlaupsins, hvað þá eiga einhver dýpri samskipti. Svo kom hrunið og við kepptumst við að reyna að finna sökudólga og verja eignir okkar, sumum tókst það, öðrum ekki. Margir voru reiðir, skiljanlega. Pólitíkin var upp í loft, atvinnuleysi og eignamissir og engin sátt var í samfélaginu. Eftir hrunstjórnir þá þurfti nýja ríkisstjórn sem stjórnar frá vinstri til hægri og frá hægri til vinstri til þess að við gætum byrjað að taka fyrsta skrefið að sáttum. En það þurfti alheimssjúkdóm sem ógnar okkur öllum jafnt til þess að við lærðum að standa saman og muna eftir því að við eigum hér allt undir og erum öll skyld sem manneskjur þó ekki séum við öll blóðskyld en veiran fer ekki í manngreinarálit. Við höfum komist að því að heilsufarsleg ógn er ennþá verri en fjárhagsleg ógn og erum við þó vön að takast á við alls kyns hamfarir á Íslandi. Við eigum það sameiginlegt að vera Íslendingar, eitthvað sem við munum bara á íþróttakappleikjum, þegar vel gengur eða þegar við erum að kljást við eldgos eða snjóflóð. En er ekki tími til kominn að muna eftir því á hverjum degi og láta samfélagslegu breytingarnar sem veiran knúði fram endast lengur? Næstum allar fjölskyldur lifa nú í félagslegu svelti og það getur reynt á en fólk er sem betur fer hugmyndaríkt í því að finna sér dægrastyttingu. Það minnir okkur á hvað það er gaman að umgangast ættingja og vini, að gleðjast saman, að borða saman góðan mat. Á meðan þetta gengur yfir ættum við að nota tímann til þess að tengjast enn betur okkar eigin kjarnafjölskyldu, hreyfa okkur úti í náttúrunni, skoða okkur sjálf inn á við og velta fyrir okkur hvað við viljum fá út úr lífinu. Lítum á þessa stund á milli stríða sem tækifæri, tækifæri til þess að huga að öllu því sem skiptir okkur máli, að nota tæknina í vinnu, keyra minna og ganga meira eða hjóla. Er ekki bara gott að halda áfram á braut umhyggju og náungakærleika? Hvernig væri að beita sömu aðferðafræði á loftslagsmálin og við baráttuna gegn COVID-19? Margir óttast að ríkisstjórnir, fyrirtæki og sveitarfélög missi taktinn og hætti að einbeita sér að loftslagsmálum nú þegar efnahagsmálin eru upp í loft. En við þurfum að halda áfram og gefa í frekar en ekki. Margir eru á góðri leið, aðrir eru enn að hugsa. Við höfum séð ríkisstjórnir og fyrirtæki bregðast við og breyta samskiptaháttum gríðarlega hratt í baráttunni gegn COVID-19. Það er alltaf betra að fyrirbyggja heldur en að vinna sig út úr afleiðingunum bæði hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 og í aðgerðum sem vinna gegn hlýnun jarðar. Kannski þurfum við hina þrjá fræknu riddara, Víði, Ölmu og Þórólf, eða samskonar sómafólk, til þess að verkefnastýra aðgerðum í þágu loftslagsmála fyrir okkur? Þessi orð eru hvatning til okkar allra að gleyma ekki loftslagsmálunum, að minnka sóun heima fyrir og í fyrirtækjunum, að flýta fyrir orkuskiptum og ganga vel um þetta dásamlega land okkar. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum og þegar við rísum upp á ný eftir COVID-19 þá skulum við rísa sem betra og umhverfisvænna þjóðfélag og það verður okkar styrkur og aðgreining í framtíðinni. Gleðilega páska og ferðumst innanhúss eða verum úti. Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
...að ekki boði nokkuð gott. Sumar samfélagsbreytingar eiga skilið að lifa áfram eftir COVID-19. Þar má nefna minna kolefnisspor vegna minnkandi bílanotkunar og önnur umhverfisáhrif ásamt umhyggju og vináttu. Við höfum breytt framkomu í garð náungans, við höfum sameinast um að vernda áhættuhópa sem gætu látist úr veirunni. Við heimsækjum ekki afa og ömmu og pabba og mömmu af umhyggju við þeirra heilsu. Við gætum nefnilega aldrei fyrirgefið okkur það ef þau myndu veikjast af okkar völdum og hlýðum Víði, í það minnsta flest. Í staðinn tölum við oftar í símann við fólk sem okkur þykir vænt um, keyrum minna en hreyfum okkur meira úti. Það má hugsa ævi okkar í fyrir og eftir hrun í örsöguskýringu. Fyrir hrun voru allir að meika það og allir ætluðu eða þóttust vera ríkir, „Fake it until you make it“. Fólk mátti ekki vera að neinu því það var í maraþoni lífsgæðakapphlaupsins, hvað þá eiga einhver dýpri samskipti. Svo kom hrunið og við kepptumst við að reyna að finna sökudólga og verja eignir okkar, sumum tókst það, öðrum ekki. Margir voru reiðir, skiljanlega. Pólitíkin var upp í loft, atvinnuleysi og eignamissir og engin sátt var í samfélaginu. Eftir hrunstjórnir þá þurfti nýja ríkisstjórn sem stjórnar frá vinstri til hægri og frá hægri til vinstri til þess að við gætum byrjað að taka fyrsta skrefið að sáttum. En það þurfti alheimssjúkdóm sem ógnar okkur öllum jafnt til þess að við lærðum að standa saman og muna eftir því að við eigum hér allt undir og erum öll skyld sem manneskjur þó ekki séum við öll blóðskyld en veiran fer ekki í manngreinarálit. Við höfum komist að því að heilsufarsleg ógn er ennþá verri en fjárhagsleg ógn og erum við þó vön að takast á við alls kyns hamfarir á Íslandi. Við eigum það sameiginlegt að vera Íslendingar, eitthvað sem við munum bara á íþróttakappleikjum, þegar vel gengur eða þegar við erum að kljást við eldgos eða snjóflóð. En er ekki tími til kominn að muna eftir því á hverjum degi og láta samfélagslegu breytingarnar sem veiran knúði fram endast lengur? Næstum allar fjölskyldur lifa nú í félagslegu svelti og það getur reynt á en fólk er sem betur fer hugmyndaríkt í því að finna sér dægrastyttingu. Það minnir okkur á hvað það er gaman að umgangast ættingja og vini, að gleðjast saman, að borða saman góðan mat. Á meðan þetta gengur yfir ættum við að nota tímann til þess að tengjast enn betur okkar eigin kjarnafjölskyldu, hreyfa okkur úti í náttúrunni, skoða okkur sjálf inn á við og velta fyrir okkur hvað við viljum fá út úr lífinu. Lítum á þessa stund á milli stríða sem tækifæri, tækifæri til þess að huga að öllu því sem skiptir okkur máli, að nota tæknina í vinnu, keyra minna og ganga meira eða hjóla. Er ekki bara gott að halda áfram á braut umhyggju og náungakærleika? Hvernig væri að beita sömu aðferðafræði á loftslagsmálin og við baráttuna gegn COVID-19? Margir óttast að ríkisstjórnir, fyrirtæki og sveitarfélög missi taktinn og hætti að einbeita sér að loftslagsmálum nú þegar efnahagsmálin eru upp í loft. En við þurfum að halda áfram og gefa í frekar en ekki. Margir eru á góðri leið, aðrir eru enn að hugsa. Við höfum séð ríkisstjórnir og fyrirtæki bregðast við og breyta samskiptaháttum gríðarlega hratt í baráttunni gegn COVID-19. Það er alltaf betra að fyrirbyggja heldur en að vinna sig út úr afleiðingunum bæði hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 og í aðgerðum sem vinna gegn hlýnun jarðar. Kannski þurfum við hina þrjá fræknu riddara, Víði, Ölmu og Þórólf, eða samskonar sómafólk, til þess að verkefnastýra aðgerðum í þágu loftslagsmála fyrir okkur? Þessi orð eru hvatning til okkar allra að gleyma ekki loftslagsmálunum, að minnka sóun heima fyrir og í fyrirtækjunum, að flýta fyrir orkuskiptum og ganga vel um þetta dásamlega land okkar. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum og þegar við rísum upp á ný eftir COVID-19 þá skulum við rísa sem betra og umhverfisvænna þjóðfélag og það verður okkar styrkur og aðgreining í framtíðinni. Gleðilega páska og ferðumst innanhúss eða verum úti. Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni hjá Podium ehf.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar