Skákpar lést af völdum hláturgass í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 15:52 Hláturgas hefur verið notað sem vímugjafi og andar fólk gasinu þá að sér úr blöðru. Gasið getur haft hættulegar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum. Skák Rússland Úkraína Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum.
Skák Rússland Úkraína Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira