Aron tók á sig högg en liðsstjórinn æðislegi slapp Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 22:00 Aron Pálmarsson er spænskur meistari í handbolta með Barcelona. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30
Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00