Varar við því að fólk kaupi mótefnamælingar á netinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira