Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:30 Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun