Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:30 Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun