Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:55 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira