Andlát: Gissur Sigurðsson Þórir Guðmundsson skrifar 6. apríl 2020 06:50 Gissur Sigurðsson fréttamaður Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum. Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi og er í dag kallað DV. Gissur Sigurðsson opnar formlega Gissurarstofu, eins og fréttastúdíó Bylgjunnar var nefnt, eftir flutning fréttastofunnar úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut.Vilhelm/Vísir Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár þar til hann flutti sig yfir á Bylgjuna. Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Hvort tveggja naut sín til fulls í Bítinu á Bylgjunni. Þar var hann daglegur gestur árum saman, óhræddur við að segja skoðanir sínar og gantast við umsjónarmennina, Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Heimir ræddi við Gissur um ferilinn í ítarlegu viðtali á jóladag 2018 sem hlýða má á að neðan. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. Gissur með þeim Heimi, Þráni og Gulla. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Hann var óviðjafnanlegur fréttamaður og kær samstarfsmaður sem átti samleið með hlustendum morgunútvarps Bylgjunnar í 25 ár. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og kveðjum einstakan mann. Andlát Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum. Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi og er í dag kallað DV. Gissur Sigurðsson opnar formlega Gissurarstofu, eins og fréttastúdíó Bylgjunnar var nefnt, eftir flutning fréttastofunnar úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut.Vilhelm/Vísir Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár þar til hann flutti sig yfir á Bylgjuna. Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Hvort tveggja naut sín til fulls í Bítinu á Bylgjunni. Þar var hann daglegur gestur árum saman, óhræddur við að segja skoðanir sínar og gantast við umsjónarmennina, Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Heimir ræddi við Gissur um ferilinn í ítarlegu viðtali á jóladag 2018 sem hlýða má á að neðan. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. Gissur með þeim Heimi, Þráni og Gulla. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Hann var óviðjafnanlegur fréttamaður og kær samstarfsmaður sem átti samleið með hlustendum morgunútvarps Bylgjunnar í 25 ár. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og kveðjum einstakan mann.
Andlát Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira