Segir félög vanáætla eða ljúga um launakostnað: „Þá værum við bara í mansali“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 20:00 Grímur Atlason mætti í heimsókn til Kjartans Atla og Henrys Birgis í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira